Skip to main content

SÚRREALISMI

Á árunum milli heimstyrjaldanna fyrri og síðari varð til hreyfing í bókmenntum og listum sem bar nafnið súrrealismi sem á íslensku mætti kalla ofurveruleiki þar sem orðið „sur“ á frönsku þýðir „fyrir ofan“. Segja má að súrrealisminn hafi sprottið út frá dadaismanum. Súrrealistar vildu, líkt og dadaistarnir, hrista upp í hugmyndum fólks en ekki bara um list heldur einnig um lífið sjálft, upplifanir okkar og skynjun. Þeir vildu gera uppreisn gegn ríkjandi hugsunarhætti og afmá öll mörk á milli draums og vöku, ímyndunar og veruleika.