Skip to main content

SÚM

Íslensk listamannasamtök, stofnuð 1965 og störfuðu fram á áttunda áratuginn. Meðlimir hópsins voru frumkvöðlar í gjörningum og hugmyndalist hér á landi. Margir sem störfuðu með hópnum vildu breyta hugmyndum fólks um myndlist og litu á list sem lífsmáta fremur en skrautmuni. Listamenn sem sýndu með hópnum unnu í marga ólíka miðla og kröfðust meira frelsis í listsköpun sinni en almennt tíðkaðist í listsköpun á þeim tíma. Hreyfingin var fremur óformleg en rak um tíma gallerí og stóð fyrir ýmsum sýningum, bæði einkasýningum róttækra listamanna sem og samsýningum.