Steinleir er oftast grá- eða brúnleitur og það eru málmsölt og ýmis lífræn efni sem gefa honum ólíka liti og áferð. Hægt er að nota hann í alla leirmótun, bæði fyrir nytjahluti og skúlptúra. Hann er oftast brenndur á bilinu 1240-1290°C og gerir þessi mikli hiti hann sterkan. Steinleirinn er því ekki gljúpur eins og jarðleirinn, sem þýðir að hann heldur vatni. Algengt er að gólfflísar séu unnar í steinleir svo og ýmsir nytjahlutir.