Skip to main content

NÝ TÆKNI

Listamenn nútímans geta notað ýmsa tækni sem áður var ekki tiltæk til listsköpunar og í hönnun. Tölvur opnuðu möguleika á sköpun sem áður hefði verið óhugsandi og ýmis forrit eru nú mikilvæg hjálpartæki listamanna á ýmsum sviðum. Sumt myndlistarfólk nýtir sér tækni sem sköpuð var fyrir aðra geira í verk sín. Margir listamenn nýta stafræna tækni þegar þeir skapa ljósmynda- og vídeóverk og stundum er óljóst hvort útkoman sé myndlistarverk, kvikmynd eða jafnvel tölvuleikur.