Skip to main content

IMPRESSJÓNISMI

Frönsk listastefna frá lokum 19. aldar og er oftast talin vera fyrsta nútímalistastefnan. Impressjónískir málarar töldu birtuna mikilvægasta þáttinn í málverki og yfirgáfu vinnustofur sínar og fóru að mála utandyra. Þeir vildu mála hughrifin sem þeir urðu fyrir af umhverfinu á ákveðnu augnabliki. Hin nýja uppfinning, að setja tilbúna olíuliti í túpur, auðveldaði listamönnum slíkt. Fyrir vikið varð litavalið mun bjartara. Þeir máluðu hratt því þeir vildu fanga augnablikið og birtubrigðin. Það þýddi að í myndunum var ekki mikið um smáatriði og pensilförin voru þykk og öll á iði.