Skip to main content

HÖNNUN

Mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Hönnun felst í því að móta og ákveða útlit og form hluta en hún felur líka í sér að leita nýrra lausna, breyta hugmynd, endurgera hluti, betrumbæta eða samþætta heildarmynd. Þannig hefur hugmyndafræði hönnunar og fagurfræði oft mikil áhrif á umhverfi okkar og daglegt líf. Hönnun er ekki hluturinn sjálfur heldur allir þeir þættir sem hún byggist á eins og hugmynd, rannsókn, rökhugsun, fagurfræði og ímyndunarafli. Orðið hönnun, design á ensku er dregið af ítalska orðinu disegno sem merkir teikning og var einnig notað um hugmyndina að baki ákveðnu verki á tímum endurreisnarinnar á 15. og 16. öld.