Skip to main content

HLUTFALL

Hlutfall segir til um hversu vel hlutir passa saman og skapa heild.
Stærðarhlutfall á milli eininga á myndfletinum getur verið sýnt með ólíkri staðsetningu í rými og fjölda eininga. Ef stórt form eða litaflötur er staðsettur vinstra megin á myndfleti á móti litlum hlut hægra megin myndast ójafnvægi. Til að ná jafnvægi getur listamaðurinn valið að bæta við fleiri minni flötum hægra megin eða nota þyngri lit á móti létta litnum. Hlutfall byggir bæði á stærð og staðsetningu.