Geómetrísk abstraktlist (strangflatalist) blómstraði í íslenskri myndlist á 6. áratug tuttugustu aldar. Geómetrían var andstæða fígúratívu listarinnar þar sem hún skírskotar ekki til neinnar þekktrar fyrirmyndar heldur túlkar hún innri sjón og tilfinningar málarans.