Skip to main content

FRESKA

Veggmálverk málað með vatnslitum á raka kalkhúð þannig að liturinn binst múrnum meðan hann er að þorna (buon’ fresco). Stundum eru freskur þó málaðar á þurran vegg (fresco secco) og eru þá litirnir blandaðir límefni. Kostur þessarar tækni er að málningin flagnar ekki af þó að veggurinn springi. Liturinn getur haldið sér í margar aldir. Myndirnar geta samt dökknað af sóti frá reykelsi og kertum. Freskur eru mjög algengar í kirkjum. Listamenn endurreisnartímabilsins máluðu t.d. sín verk með freskutækninni.
(e. frescoes) | Málaralist