Camera lucida var notað sem hjálpartæki til að draga upp myndir. Aðferðin sem leit dagsins ljós árið 1807 fólst í svipaðri tækni og camera obscura en var minna og handhægara tæki. Í stað myrkvaðs rýmis er vörpunin gerð í birtu. Glerplata sem brýtur upp ljósgeisla er fest á stiku fyrir ofan teiknibretti. Glerið er staðsett milli teiknarans og pappírsins þannig að hann sér myndina sem ætlunin er að teikna eftir varpast á flötinn og getur þannig dregið útlínur eftir henni.