Mynd gerð með grafískri djúpþrykksaðferð. Sýruheldur grunnur, úr vaxi, viðarkvoðu eða asfalti, er borinn á kopar- eða sinkplötu. Í grunninn er teiknað með nál eða öðru áhaldi í þá hluta, sem eiga að vera svartir. Grunnarnir skiptast í harðgrunn, mjúkgrunn og akvatintugrunn.