Rómverjar gerðu margt mikilvægt á listasviðinu. Þeir notuðu bogaform frá Mesópótamíumönnum í stað grísku súlnanna sem voru frekar notaðar til skrauts. Þannig gátu þeir aukið burðarþolið. Bogaformið er kallað rómanskur bogi og var hann uppistaðan í hinu mikla hringleikahúsi í Róm, Colosseum, sem var reist á árabilinu ´70-´80 eftir Krist. Gotneski stíllinn er með oddboga í stað hringboga.