Skip to main content

CAMERA OBSCURA/MYRKVAÐ HERBERGI

Fyrirrennari myndavélarinnar kallast Camera obscura eða myrkvað herbergi. Tæknin felst í því að gera örlítið gat, ljósop, á svartan kassa eða gluggalaust herbergi og láta geisla sólarinnar varpa skuggamynd á hvolfi á gagnstæða hlið eða vegg kassans sem er svo teiknað eftir.