Áslaug Jónsdóttir, Handbók í útilegu (how to do it), 2007.

UM AÐFERÐINA

Munurinn á bók og bókverki er ekki alltaf augljós. Segja má að bók sé umgjörð eða form sem inniheldur sögur, frásagnir eða upplýsingar á meðan bókverk er myndlistarverk í bókarformi þar sem bókin er sjálft verkið og formið órjúfanlegur hluti af hugmynd verksins. Bóklist getur sameinað mismunandi listform og verið á mörkum hefðbundinna bóka og bókverka og brotið upp hefðbundnar hugmyndir manna um prentlist og myndlist.