Skip to main content

TRÉSTUNGA

Grafísk háþrykksaðferð er þróaðist út frá tréskurði seint á 18. öld í Englandi. Aðferðin byggir á sömu lögmálum og trérista/tréskurður. Mynd er grafin í endatré (öfugt við tréskurð, sem er skorin í lengdartréð) mjög harðs viðar með stikli; þrykkt á sama hátt og dúkrista og tréskurður.