Skip to main content

TEXTÍLL

Orðin textíll og texti eru komin af latneska orðinu texere sem merkir að vefa saman.
Textíll tengist daglegu lífi mannsins og vinna með þráð og voð hefur í gegnum aldir verið stunduð bæði í hagnýtum og listrænum tilgangi og er einn af elstu listmiðlunum. Textíllist byggir á rótgróinni handverkshefð sem á sér djúpar rætur í menningu flestra þjóða og hefur þróast með breyttum lifnaðarháttum og þörfum í samtímanum.