Skip to main content

STEINÞRYKK

Myndverk unnin með grafískri flatþrykksaðferð þar sem mynd er teiknuð með feitri krít eða bleki á slípaðan kalkstein. Steinninn er síðan vættur með sýru sem ætir hreina fleti og gerir þá vatnsdræga. Teikningin er þvegin af með terpentínu og steinninn bleyttur með vatni sem smýgur inn í hann þar sem hann var ættur en fitan úr blekinu/krítinni hrindir vatninu frá sér. Þegar feitri prentsvertu er valsað yfir steininn, sest hún á feitu myndfletina en hrekkur af þeim röku. Myndin er síðan þrykkt á pappír í pressu. Þessi aðferð var fundin upp í lok 18. aldar og og er einnig nefnd litógrafía (úr gr. lithos, steinn og grafein, skrifa). Í stað kalksteins er hægt að nota sink- eða álplötu.

(e. lithographs) | Grafík