Skip to main content

SILKIÞRYKK

Myndverk unnin með grafískri flatþrykksaðferð þar sem mynd er unnin á fínofinn silki- eða nælondúk sem strekktur er á ramma. Límkennt fylliefni er borið á þá fleti sem eiga að vera hvítir en vefurinn hafður opinn þar sem litur á að komast í gegn. Einnig má nota ljósmyndatækni og skapalón til að yfirfæra myndir á vefinn. Ramminn er lagður ofan á pappír á þrykkborði og litur skafinn jafnt yfir vefinn þannig að mynd kemur fram á pappírnum. Fyrir hvern lit myndarinnar er útbúinn sérstakur rammi. Þessi aðferð hefur verið notuð frá lokum 19. aldar og er einnig nefnd sáldþrykk eða serigrafía (úr lat. sericum, silki og gr. grafein, skrifa).

(e. serigraphhs) | Grafík