Skip to main content

RÝMI

Rými er þegar tvívíð form eru látin mynda tilfinningu fyrir rúmmáli og vídd. Bakgrunnur er mjög mikilvægur í rými myndverks. Það fer eftir bakgrunninum hvernig við upplifum rýmið hvort það hefur dýpt og sýnir perspektíf. Í þrívíðum verkum skiptir umhverfi verksins miklu máli því að rýmið í kringum verkið hefur áhrif á hvernig við upplifum fleti og form.
Jákvætt rými er aðalatriði myndflatar eða rýmisverks.
Neikvætt rými er rýmið sem myndast í kringum aðalatriðið.