Skip to main content

GROG

Grog er brenndur leir sem hefur verið brotinn niður og malaður í ákveðnar stærðir. Algeng kornastærð grogs er á bilinu 0,2-1,5 mm. Grog er bætt í leirinn til að hann verpist síður og þoli betur þurrkun og brennslu. Magn grogs í leir getur verið á bilinu 10-50%. Notað er gróft grog eða mikið magn af því haft í leirnum, þegar verið er að byggja upp stóra hluti í leir. Ef yfirborð flatarins á að vera slétt og fíngert á ekki að nota grog.
(d. chamotte) | Leirlist