Skip to main content

FLÚXUS

Alþjóðleg hreyfing fjöllistamanna. Hafði sig mest í frammi í Bandaríkjunum, Japan og V-Evrópu um 1960. Í uppákomum flúxusmanna fóru saman þættir úr tónlist, leiklist, myndlist og kvikmyndum. Áhrifa frá flúxus gætti í myndverkum SÚM áhangenda 1965-70, þ.á m. Diether Roth, Þórðar Ben Sveinssonar og Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona.