Skip to main content

FINGRAAÐFERÐ

Fingraaðferð dregur nafn sitt af því að form eru eingöngu mótuð með fingrunum, nánar til tekið þá er leir klipinn til milli fingra annarrar handar. Þessi aðferð er stundum kölluð holuaðferðin, því byrjað er á að búa til holu í leirkúlu sem síðan er mótuð áfram. Ef hankar eða önnur form eiga að vera utan á aðalforminu er þeim bætt við þegar mótun aðalformsinser lokið.