Skip to main content

FAUVISMI

Franskt afbrigði af expressjónisma í málaralist er kom formlega fram á sjónarsviðið á frönsku haustsýningunni 1905. Nafnið er komið frá gagnrýnandanum Louis Vauxcelles sem uppnefndi listamennina Les Fauves (villidýrin). Eins og aðrir expressjónistar snerust fávistar gegn raunsæi impressjónismans og reyndu að túlka tilfinningar sínar gagnvart hinu sýnilega með óheflaðri teikningu og sterku litrófi. Fremstur í flokki fávista var H. Matisse.